- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Taplaus lið ljúka 5. umferð – Nær FH efsta sæti?

Valur er kominn áfram í Evrópubikarkeppninni. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Fimmtu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik lýkur í dag með viðureign Vals og Hauka í Origohöllinni klukkan 14. Hvorugt liðanna hefur tapað leik til þessa eftir að hafa leikið þrjá leiki en vegna þátttöku íslenskra félagsliða í Evrópukeppni hefur orðið fresta einum leik hjá þeim til þessa.

Valur er með fullt hús stiga, sex, en Haukar eru með fimm stig. Búast má við hörkuleik í Origohöllinni. Haukar sýndu það þegar þeir mættu Fram í síðasta mánuði að þeim er ekki fisjað saman.


Þrír leikir verða í Grill66-deild kvenna. Þar ber væntanlega hæst viðureign ungmennalið Vals og FH. Ef Hafnarfjarðarliðið vinnur leikinn þá tekur það toppsætið af ÍR sem er stigi á undan eins og staðan er í dag.


Olísdeild kvenna:
Origohöllin: Valur – Haukar, kl. 14 – sýndur á Stöð2Sport.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.


Grill66-deild kvenna:
Framhús: Fram U – Stjarnan U, kl. 14.
Kórinn: HK U – ÍBV U, kl. 15.
Origohöllin: Valur U – FH, kl. 18.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -