Önnur umferð Olísdeildar karla í handknattleik heldur áfram í kvöld með þremur leikjum. Upphafsleikur umferðarinnar fór fram á mánudaginn þegar Valur og FH mættust í Origohöllinni. Leiknum var flýtt vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppni um helgina.
KA og Fram mætast í KA-heimilinu. Bæði lið unnu sínar viðureignir í fyrstu umferð fyrir viku. KA lagði Selfoss og Fram hafði betur gegn Gróttu eftir æsilega spennandi lokakafla.
Hin liðin fjögur sem leiða saman kappa sín í kvöld töpuðu í fyrstu umferð. Haukar lágu naumlega fyrir HK. Stjarnan átti góðan fyrri hálfleik gegn ÍBV sem ekki nægði þegar öllu var á botninn hvolft. Selfoss beið lægri hlut á heimavelli fyrir KA. Afturelding varð að játa sig sigraða í heimsókn til FH í Kaplakrika.
Leikir kvöldsins – Olísdeild karla
KA-heimilið: KA – Fram, kl. 19.30.
Ásvellir: Haukar – Stjarnan, kl. 19.30.
Varmá: Afturelding – Selfoss, kl. 19.30.
Leikjadagskrá Olísdeilda.
Allir leikirnir verða í beinni útsendingu á handboltarásum Símans. Haukar – Stjarnan verður í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.