Alls verða 10 leikir á dagskrá deildanna fjögurra í dag og fara þeir fram á nokkurra klukkutíma millibili á höfuðborgarsvæðinu.
Heil umferð fer fram í Olísdeild kvenna. Er það síðasta umferð áður en hlé verður gert á deildarkeppninni fram í miðjan nóvember. Landsliðið kemur saman eftir helgina til undirbúnings fyrir leiki við Ísrael í forkeppni HM snemma í næsta mánuði.
Sjöttu umferð Olísdeild karla þarf einnig að ljúka í dag með tveimur leikjum sem auðvitað fara fram á sama tíma.
Ekki verður slegið slöku við í Grill66-deildunum. Tveir leikir í fjórðu umferð verða í dag og einn í 13. umferð í karladeildinni. Í Grill66-deild kvenna sækir efsta liðið, Grótta, HK heim í Kórinn undir kvöld á sama tíma og tvö efstu lið Olísdeildar kvenna kljást.
Reyndar er með ólíkindum þegar litið er yfir dagskrá dagsins að einn leikur í Grill66-deild karla skuli vera geymdur fram á morgundaginn.
Olísdeild kvenna:
Ásvellir: Haukar – ÍBV, kl. 14 – sýndur á Haukartv.
Kórinn: HK – KA/Þór, kl. 16 – sýndur a HKtv.
Sethöllin: Selfoss – Fram, kl. 16 – sýndur á Stö2sport.
Origohöllin: Valur – Stjarnan, kl. 18 – sýndur á Stöð2sport.
Staðan í Olísdeild kvenna.
Olísdeild karla:
TM-höllin: Stjarnan – Hörður, kl. 16 – sýndur á Stjarnan handboltitv.
Varmá: Afturelding – ÍBV, kl. 16 – sýndur á Stöð2sport.
Staðan í Olísdeild karla.
Grill66-deild karla:
Úlfarsárdalur: Fram U – Haukar U, kl. 13 – sýndur á Framtv.
Dalhús: Fjölnir – Selfoss U, kl. 14 – sýndur á https://play.spiideo.com/ – sjá nánar á Facebook-síðunni Fjölnir handbolti.
Origohöllin: Valur U – KA U, kl. 14.05 – sýndur á Valurtv.
Staðan í Grill66-deild karla.
Grill66-deild kvenna:
Kórinn: HK U – Grótta, kl. 18 – sýndur á HKtv.
Staðan í Grill66-deild kvenna.
Handbolti.is mun reyna eftir megni fylgjast með leikjum dagsins en ekki er hægt að útiloka að eitthvað falli á milli stafs og hurðar þegar mest gengur á.