- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Tólfta umferð hefst – ekki slegið af í Grillinu

Einar Jónsson þjálfari Fram og leikmenn hans leika við ÍBV í 32-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Tólfta umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í kvöld í Framhúsinu þegar Haukar koma í heimsókn til Framara kl. 19.30. Fimm leikir verða á dagskrá deildarinnar annað kvöld. Tólfta umferð er sú næst síðasta sem fram fer áður en hlé verður til gert fram til mánaðarmóta janúar-febrúar. Fimm leikir fara fram annað kvöld í Olísdeildinni.


Fram er í áttunda sæti Olísdeildar karla með 10 stig eftir 10 leiki. Fram á inni leik við Val sem frestað var í síðasta mánuði og settur hefur verið á dagskrá 2. febrúar. Haukar sitja í öðru sæti deildarinnar með 16 stig eftir 11 leiki.

Auk leikjanna í Olísdeildinni fara þrír leikir fram í Grill66-deild karla og kvenna.


Olísdeild karla:
Framhús: Fram – Haukar, kl. 19.30 – sýndur á Framtv.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.


Grill66-deild kvenna:
Dalhús: Fjölnir/Fylkir – HK U. kl. 18.30.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.


Grill66-deild karla:
Víkin: Berserkir – ÍR, kl. 20 – sýndur á Víkingurtv.
Dalhús: Vængir Júpíters – Selfoss U, kl. 20.30.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -