Keppni hófst í Olísdeild karla í handknattleik í gærkvöld í Hekluhöllinni í Garðabæ þegar Stjarnan og Valur áttust við. Valur vann öruggan sigur. Áfram verður haldið kappleikjum í Olísdeildinni í kvöld þegar tvær viðureignir fara fram í Hafnarfirði.
Íslandsmeistarar Fram sækja deildarmeistara síðasta tímabils, FH, heim í Kaplakrika kl. 19. Hálfri stund síðar mætast Haukar og Afturelding á Ásvöllum.
FH og Fram hafa ekki mæst síðan í lok apríl þegar liðið léku eftirminnilega framlengda viðureign í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildarinnar í Lambhagahöllinni. Fram vann naumlega eftir Arnór Máni Daðason markvörður varði vítakast í lok framlengingar.
Gunnar Magnússon nýr þjálfari Hauka hefur keppnistímabilið með því að mæta sínum fyrri lærisveinum í Aftureldingu. Stefán Árnason þjálfari Aftureldingar var hægri hönd Gunnars í tvö ár í Mosfellsbæ. Spennandi verður að sjá hvernig refskák gömlu samverkamannanna þróast. Flautað verður til leiks á Ásvöllum klukkan 19.30.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla, 1. umferð:
Kaplakriki: FH – Fram, kl. 19.
Ásvellir: Haukar – Afturelding, kl. 19.30.
- Báðir leikir verða sendir út á Handboltapassanum auk þess sem viðureign Hauka og Vals verður í opinni útsendingu í sjónvarpi Símans.
- Einnig verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslur frá leikjunum eins og öðrum á leiktíðinni. Framvegis verður hægt að fylgjast með stöðuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.
Leikjadagskrá Olísdeilda.
Spá um lyktir Olísdeildanna.