- Auglýsing -

Dagskráin: Tvíhöfði á Hlíðarenda – stigalausu liðin mætast í Mosó

Aftureldingarmenn fá FH-inga í heimsókn að Varmá í kvöld. Mynd/J.L.Long

Þrír leikir fara fram í Olísdeildum kvenna og karla í kvöld eftir hörkuleiki og óvænt úrslit í viðureignum gærkvöldsins.
Áfram verður leikið í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna sem hófst í gær með sigri Stjörnunnar á Fram í TM-höllinnni, 26:20.


Bikarmeistarar Vals taka á móti Haukum í Origohöll Valsara klukkan 18. Þetta verður ekki eini leikurinn sem fram fer í Origohöllinni í kvöld. Þangað mæta einnig nýliðar Olísdeildar karla, Hörður á Ísafirði. Hörður þreytir frumraun sín í Olísdeildinni gegn Íslandsmeisturum Vals og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.

Hörður mætir til leiks

Viðureign Harðar við ÍBV í 1. umferð var frestað um nokkrar vikur vegna leikja ÍBV í Evrópubikarkeppni um síðustu helgi. Valsmenn hrósuðu hinsvegar naumum sigri á Aftureldingu á heimavelli í 1. umferð, 25:24.


Til viðbótar við leikina í Origohöllinni leiða Afturelding og FH saman garpa sína að Varmá í Olísdeild karla. Bæði lið töpuðu leikjum sínum í fyrstu umferð. Aftureldingarmenn biðu lægri hlut fyrir Val í hörkuleik þar sem vart mátti á milli sjá. FH tapaði fyrir Stjörnunni í Kaplakrika eftir að hafa átt á brattann að sækja lengst af.

Leikir kvöldsins

Olísdeild kvenna:
Origohöllin: Valur – Haukar, kl. 18.

Staða og leikjadagskrá Olísdeilda.

Olísdeild karla:
Varmá: Afturelding – FH, kl. 19.40 – sýndur á Stöð2sport.
Origohöllin: Valur – Hörður, kl. 20.15.

Reynt verður eftir mætti að fylgjast með framvindu leikjanna á handbolti.is.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -