Þrettánda og síðasta umferð Olísdeildar karla í handknattleik karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Aðalleikur umferðarinnar er vafalaust rimma tveggja efstu liða deildarinnar, FH og Vals, í Kaplakrika. FH hefur þriggja stiga forskot í efsta sæti deildarinnar. Valur á reyndar leik til góða, viðureign við Aftureldingu sem frestað var í 11. umferð en verður á dagskrá á mánudaginn.
Valur vann fyrri viðureign liðanna í Origohöllinni 11. september, 27:26. Það er eina tap FH í deildinni á leiktíðinni.
Einnig er afar áhugaverður leikur í botnbaráttunni þegar HK tekur á móti Gróttu í Kórnum.
Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.30.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla:
Kórinn: HK – Grótta, kl. 19.30.
TM-höllin: Stjarnan – Haukar, kl. 19.30.
Kaplakriki: FH – Valur, kl. 19.30.
Sethöllin: Selfoss – Afturelding, kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
– Allir leikir verða aðgengilegir í handboltapassanum.
– Viðureign FH og Vals verður send út í opinni dagskrá á aðalrás Símans.
2. deild karla:
Garður: Víðir – ÍBV u, kl. 18.
Staðan og næstu leikir í 2.deild karla.