Ellefta umferð Olísdeildar kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum. Annar þeirra er viðureign tveggja efstu liða deildarinnar, Vals og Fram, í N1-höll Vals á Hlíðarenda. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Valur er ósigraður í deildinni og efstu með 20 stig eftir 10 leiki. Fram er fjórum stigum á eftir.
Valur vann fyrri viðureign liðanna sem fram fór í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal 2. október, 29:25. Viðureign Vals og Fram verður send út í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans.
Hin viðureign kvöld í Olísdeildinni verður á milli Gróttu og Hauka og hefst einnig klukkan 19.30 og á heimavelli Gróttu á Seltjarnarnesi.
Ástæða þess að leikjunum er flýtt er sú að Haukar og Valur leika í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar um næstu helgi.
Þriðji leikur kvöldsins verður á milli Aftureldingar og ÍR í 16-liða úrslitum Poweradebikars kvenna að Varmá í Mosfellsbæ og hefst klukkan 19.30. Aðrir leikir umferðarinnar fór fram í byrjun nóvember.
Allir leikir kvöldsins verða sendir út á Handboltapassanum.
Leikir kvöldsins
Olísdeild kvenna, 11. umferð:
N1-höllin: Valur – Fram, kl. 19.30.
Hertzhöllin: Grótta – Hauka, kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Poweradebikar kvenna, 16-liða úrslit:
Varmá: Afturelding – ÍR, kl. 19.30.
- Fram, Víkingur, Grótta, ÍBV, Stjarnan, Valur, Haukar eru þegar komin í átta liða úrslit. Valur og Haukar sátu yfir í 16-liða úrslitum.
- Dregið verður í átta liða úrslit klukkan 12.15 á morgun, fimmtudag.