Stórleikur fer fram í kvöld í Olísdeild kvenna þegar Fram og Valur mætast í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal klukkan 18.30. Takist Fram að vinna á liðið áfram möguleika á að gera Val skráveifu á endasprettinum með hjálp frá öðrum úrslitum í síðustu leikjum deildarinnar.
Ef Valur vinnur í Lambhagahöllinni verða leikmenn liðsins komnir með aðra hönd á deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. Að vísu á Valur ólokið viðureign við Hauka sem fram fer á miðvikudagskvöld á Hlíðarenda. Haukar eru eina liðið sem lagt hefur Val í Olísdeildinni á tímabilinu, tekur á móti Gróttu á Ásvöllum klukkan 18.
Fram vann Val á dögunum í undanúrslitum Poweradebikarsins, 22:20.
Þegar fjórar umferðir eru eftir af Olísdeild kvenna hefur Valur fjögurra stiga forskot í efsta sæti. Fram er í öðru sæti með 28 stig. Haukar eru tveimur stigum á eftir en bikarmeistararnir töpuðu fyrir Fram á miðvikudagskvöld í Lambhagahöllinni, 26:23.
Olísdeild kvenna:
Ásvellir: Haukar – Grótta, kl. 18.
Lambhagahöllin: Fram – Valur, kl. 18.30.
- Báðar viðureignir verða sendar út á Handboltapassanum. Einnig verður viðureign Fram og Vals send út í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Undankeppni EM 2026, karlaflokkur:
Laugardalshöll: Ísland – Grikkland, kl. 16.
- Uppselt er á landsleikinn. Viðureigninni verður sjónvarpað á RÚV. Textalýsing á handbolti.is.