- Auglýsing -
Úrslitakeppni Olísdeildar karla heldur áfram síðdegis og kvöld með tveimur viðureignum í fyrstu umferð átta liða úrslita. Fyrstu leikir í úrslitakeppninni fóru fram í gærkvöld. FH vann stórsigur á HK, 32:21, og Fram vann Hauka naumlega, 28:27.
Olísdeild karla, 8-liða úrslit, fyrsta umferð:
Varmá: Afturelding – ÍBV, kl. 16.
N1-höllin: Valur – Stjarnan, kl. 19.
– Næst mætast liðin á þriðjudaginn.
– Vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit.
Báðir leikir verða sendir út á Handboltapassanum. Viðureign Aftureldingar og ÍBV verður einnig í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans.
Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni 2025
- Auglýsing -