- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Úrslitaleikir á Ásvöllum – FH og Grótta berjast fyrir oddaleikjum

Berta Rut Harðardóttir, Haukum, í marktækifæri gegn Sunnu Guðrúnu Pétursdóttur markverði KA/Þórs. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Mikið verður um að vera í dag á Ásvöllum, íþróttahúsi Hauka í Hafnarfirði. Tveir leikir verða háðir þar í úrslitakeppni Olísdeildanna í handknattleik. Kvennalið Hauka tekur á móti Íslandsmeisturum KA/Þórs og karlalið Hauka og ÍBV hefja leik í undanúrslitum Olísdeildar karla.


Haukakonur töpuðu naumlega fyrir KA/Þór í KA-heimilinu á fimmtudaginn og vilja vafalaust hefna fyrir tapið á heimavelli í dag. Sigur er líka Haukum nauðsynlegur til að knýja fram oddaleik á þriðjudaginn í KA-heimilinu.


Leikmenn ÍBV hafa safnað kröftum síðustu viku eftir að þeir lögðu Stjörnuna í tvígang í átta liða úrslitum Olisdeildar karla. Eyjamenn mæta galvaskir á Ásvelli í dag gegn Haukum sem léku hnífjafnan oddaleik við KA á miðvikudagskvöld.

Viðureignir Hauka og ÍBV á síðustu árum hafa verið stórskemmtilegar auk þess sem talsverð tengsl hafa verið á milli félaganna utan vallar sem innan. Enginn er hinsvegar annars bróðir í leik.


Í undanúrslitum Olísdeildar karla þarf að vinna þrjá leiki til þess að öðlast sæti í úrslitum.


Undanúrslit í umspili um sæti í Olísdeild kvenna á næsta leiktíð verður framhaldið í kvöld kl. 19.30. Eftir hörkuleik í Austurbergi á föstudagskvöld mætast FH og ÍR í Kaplakrika í kvöld. ÍR er með einn vinning eftir nauman sigur, 28:27. FH-ingar vilja vafalaust svara fyrir sig í kvöld og ná í oddaleik.


HK fær Gróttu í heimsókn í Kórinn klukkan 20. HK vann stórsigur í fyrsta leiknum, 31:21.


Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna, 1. umferð, annar leikur:
Ásvellir: Haukar – KA/Þór, kl. 14.30 (0:1) – sýndur á Stöð2sport.

Næstu leiki í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna er að finna hér.


Úrslitakeppni Olísdeildar karla, undanúrslit, fyrsti leikur:
Ásvellir: Haukar – ÍBV, kl. 17 – sýndur á Stöð2sport.

Næstu leiki í úrslitakeppni Olísdeildar karla er að finna hér.


Umspil Olísdeildar kvenna, undanúrslit, 2. umferð:
Kaplakriki: FH – ÍR, kl. 19.30 (0:1).
Kórinn: HK – Grótta, kl 20. (1:0).

Næstu leikir í umspilskeppni Olísdeildar kvenna er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -