Nítjánda umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í kvöld með viðureign Hauka og Vals á Ásvöllum. Flautað verður til leiks klukkan 19.30 og verður leikurinn sendur út í hátíðarútgáfu í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.
Aðrir leikir 19. umferðar fara fram á föstudaginn. Ástæða þess að leik Hauka og Vals er flýtt er þátttaka Vals í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Valsmenn sækja liðsmenn CSA Steaua heim til Búkarest á sunnudaginn til fyrri viðureignar liðanna.
Valur er í öðru sæti Olísdeildar með 30 stig eftir 18 leiki, er þremur stigum á eftir FH sem trónir á toppnum. Valsliðið hefur unnið sex leiki í röð í deildinni og ekki tapað á þessu ári.
Haukar sitja í fimmta sæti með 20 stig. Þeir unnu Afturelding, 28:24, í átjándu umferð deildarinnar hinn 29. febrúar.
Olísdeild karla, 19. umferð:
Ásvellir: Haukar – Valur, kl. 19.30.
– sendur út í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.