Átjándu umferð Olísdeildar karla lýkur í kvöld með þremur viðureignum. M.a. mætast Valur og Grótta í Origohöllinni. Takist Val að ná a.m.k. öðru stiginu úr leiknum verður Valur deildarmeistari í Olísdeildinni annað árið í röð og í þriðja skiptið á síðustu fjórum árum. Þar með geta hvorki FH né ÍBV náð fleiri stigum en Valur.
Einnig verður leikið á Selfossi og í Mosfellsbæ auk þess sem einn leikur verður í Grill 66-deild karla.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla:
Origohöllin: Valur – Grótta, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.
Sethöllin: Selfoss – ÍR, kl. 19.30 – sýndur á Selfosstv.
Varmá: Afturelding – Hörður, kl. 19.30.
Staðan í Olísdeild karla.
Grill 66-deild karla:
KA-heimilið: KA U – Haukar U, kl. 19.30.
Staðan í Grill 66-deild karla.