Einn leikur er á dagskrá Íslandsmótsins í handknattleik í kvöld. FH-ingar taka á móti Víkingum í Kaplakrika og verður flautað til leiks klukkan 19.30. Leiknum er flýtt vegna þátttöku FH í Evrópubikarkeppninni um komandi helgi.
Leikurinn í Kaplakrika er önnur viðureignin í fjórðu umferð Olísdeildar karla sem hófst 5. október með leik Hauka og Selfoss og lýkur á sunnudag með þremur leikjum.
Olísdeild karla:
Kaplakriki: FH – Víkingur, kl. 19.30 – sýndur á FHtv.
Stöðuna í Olísdeild karla og næstu leiki er hægt að sjá hér.