Fimmtu umferð Grill 66-deildar kvenna lýkur í kvöld með viðureign Fjölnis og Víkings í Fjölnishöllinni. Viðureignin hefst klukkan 20. Takist Víkingi að vinna leikinn fer liðið upp að hlið Gróttu og FH í annað til fjórða sæti, tveimur stigum á eftir efsta liði deildarinnar, Selfossi.
Fjölni sárvantar einnig stig í sinni baráttu í neðri hlutanum en aðeins tvö hafa komið í safnið til þessa í fjórum leikjum.
Til viðbótar við leikinn í Grill 66-deild kvenna stendur til að ÍH og harðskeytt ungmennalið Gróttu reyni með sér í Kaplakrika. Leikurinn er liður í 2. deild karla en þar ríkir mikil keppni um þessar mundir. M.a. hafa Gróttupiltar staðið sig afar vel. ÍH er með reynslumeira lið.
Leikir kvöldsins
Grill 66-deild kvenna:
Fjölnishöll: Fjölnir – Víkingur, kl. 20.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
2. deild karla:
Kaplakriki: ÍH – Grótta, kl. 20.
Staðan og næstu leikir í 2.deild karla.