- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur fer heim með silfrið og Aron hlaut brons

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Japanska landsliðið undir stjórn Dags Sigurðsson hreppti silfurverðlaun í dag í Asíukeppninni í handknattleik í Barein. Japanska liðið tapaði fyrir Katar, 30:24, úrslitaleik eftir að hafa verið sex mörkum undir í hálfleik, 17:11.

Aron Kristjánsson og liðsmenn hans í landsliði Barein fengu bronsverðlaun með sigri á landsliði Kúveit, 26:17, í fyrri viðureign dagsins á mótinu. Landsliðin fjögur verða fulltrúar Asíu á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Danmörku, Króatíu og Noregi eftir ár.

Í fyrradag hafnaði landslið Sádi Arabíu í 9. sæti á mótinu með sigri á Kína. Erlingur Richardsson er þjálfari landsliðs Sádi Arabíu.

Þetta var sjötti Asíumeistaratitill landsliðs Katar í röð. Bætti Katar þar með met Suður Kóreu sem vann keppnina fimm ár í röð á níunda og tíunda áratug síðustu aldar þegar Suður Kórea var með afar sterkt landslið.

Japan vann Katar í úrslitaleik undankeppni Ólympíuleikanna í Asíu í október en nú voru hlutverkaskipti þegar kom að gullverðlaununum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -