Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króatíu hóf í gær undirbúning fyrir Evrópumótið í handknattleik með þeim leikmönnum sem eru ekki bundnir hjá félagsliðum fram til loka ársins. Æfingar standa yfir í Poreč til 30. desember.
Þráðurinn verður tekinn upp aftur 2. janúar í Prelog. Þá verða Dominik Kuzmanovic, Matej Mandic, Veron Nacinovic, Filip Vistorop, Luka Cindric, Ivan Martinovic og Mario Sostaric mættir til leiks.
Til þess að fylla upp í hópinn við æfingar á milli jóla og nýárs valdi Dagur m.a. fjóra leikmenn sem ekki eru á 35 manna listanum sem gefinn var út í byrjun þessa mánaðar.
Töluverðar væntingar eru gerðar til króatíska landsliðsins eftir frábæran árangur þess á HM í upphafi ársins þegar liðið hafnaði í öðru sæti.
Króatar verða í riðli með Svíum, Hollendingum og Georgíu á EM. Þeir geta mætt íslenska landsliðinu í milliriðlakeppni mótsins takist báðum liðum að skila sér upp úr riðlakeppninni. Fyrsti leikur Króata verður gegn Georgíu 17. janúar í Malmö.
Króatíski landsliðshópurinn sem æfir á milli jóla og nýars er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir:
Filip Peric (MRK Sesvete).
Dino Slavic (Limoges Handball/Frakkland)
Toni Matosevic *
Aðrir leikmenn:
Ivan Barbic (RK Nexe).
Filip Glavaš (RK Zagreb).
Maksimilijan Molc (MRK Sesvete).
Tin Lucin (RK Nexe).
Ivano Pavlovic (RK Zagreb).
Leon Ljevar (RD LL Grosist Slovan/Slóvenía).
Diano Cesko (RK Izvidjac).
Ante Ivankovic (GRK Ohrid/N-Makedónía).
Luka Moslavac (RK Nexe).
Matko Moslavac (RK Nexe).
Matej Svrznjak (MRK Sesvete).
Teo Popovic (RK Porec).*
Petar Krupic (RK Nexe).*
Berislav Antonio Tokic (MRK Trogir).*
Zlatko Rauzan (MRK Sesvete).
*Ekki í 35 manna hópi sem valinn var í byrjun desember.
Króatar leika tvo undirbúningsleiki fyrir EM, báða gegn Þýskalandi, 8. og 11. janúar.



