- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur kominn með japanska landsliðið í milliriðla

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, á hliðarlínunni í leik á HM í Egyptalandi 2021. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Dagur Sigurðsson er kominn með japanska landsliðið í handknattleik karla í millriðlakeppni heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Japan vann fyrir stundu Angóla, 30:29, í hörkuleik í Alexandríu í C-riðli keppninnar.


Japan fer þar með áfram úr C-riðli með eitt stig eftir jafntefli við Króatíu í leik þar sem japanska liðið var hársbreidd frá sigri. Hvort Króatar fara áfram stiga lausir eða með tvö stig ræðst af úrslitum í leik þeirra við Katar í kvöld. Angóla er úr leik og tekur þátt í Forsetabikarnum.

Þetta er aðeins í annað sinn sem japanska landsliðið kemst í aðra umferð á heimsmeistaramóti og í fyrsta sinn sem það tekur með sér stig í aðra umferð keppninnar.

Japanska liðið var fjórum mörkum yfir eftir fyrri hálfleik í leiknum við Angóla og hóf síðari hálfleikinn einnig vel. Angólamenn bitu hresslega frá sér þegar á leið. Þeim tókst að sauma að japanska liðinu undir lokin en ekki nægilega til að gera því skráveifu.

Japanska landsliðið rak lestina á HM fyrir tveimur árum en miklar framfarir hafa orðið hjá liðinu á undanförum misserum. Nokkrum dögum áður en HM hófst varð japanska liðið fyrir áfalli þegar helsta skytta þess, Adam Yuki, fingurbrotnaði.

Hér brot af fögnuðu japönsku leikmannanna í leiksloka í dag.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -