- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur og Erlingur fögnuðu – Japan í undanúrslit

Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Japans hvetur sína menn til dáða. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Japanska landsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar er komið með annan fótinn í undanúrslit í forkeppni Ólympíuleikanna í handknattleik í Asíu. Japanska landsliðið vann í dag sinn þriðja leik og er efst B-riðli keppninnar þegar liðið á einn leik eftir. Japanir lögðu Kúveitbúa, 32:30, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 16:15.


Í A-riðli vann landsliðs Sádi Arabíu, undir stjórn Erlings Richarssonar, liðsmenn kínverska landsliðsins með 10 marka mun, 33:23. Meiri óvissa ríkir um hvort Sádi Arabar komist í undanúrslit. Sem stendur standa landslið Katar og Suður Kóreu betur að vígi í riðlinum.

Tvö efstu lið hvors riðils komast í undanúrslit. Sigurlið keppninnar, sem fram fer í Doha í Katar, tryggir sér farseðilinn á Ólympíuleikanna á næsta ári. Silfurliði kemst í forkeppni sem fram fer í Evrópu í mars.

Í B-riðli berjast Barein, sem Aron Kristjánsson þjálfar, og íranska landsliðið um að fylgja japanska landsliðinu í undanúrslit. Barein sat yfir í dag en mætir Kúveit á morgun. Japan leikur við Kasakstan og ætti að eiga sigur vísan.

Erlingur og Sádi Arabar leika við landslið Sameinuðu arabísku furstadæmanna á morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -