- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur sagður vera í Zagreb – tekur hann við landsliði Króata?

Dagur Sigurðsson verður formlega ráðinn landsliðsþjálfari Króata á morgun. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Handknattleiksþjálfarinn Dagur Sigurðsson er sagður vera í Zagreb í Króatíu um þessar mundir og ræðir við forsvarsmenn króatíska handknattleikssambandsins um að taka við þjálfun karlalandsliðs Króatíu. Fréttamiðillinn 24sata fullyrðir þetta í dag samkvæmt heimildum.

Dagur mun hafa komið til fundar í Zagreb ásamt lögfræðingi svo ljóst er að um meiri alvöru er að ræða en spjall yfir kaffibolla.

Dagur er samningsbundinn japanska handknattleikssambandinu fram yfir Ólympíuleikana í sumar. Japanska landsliðið hefur þegar tryggt sér keppnisrétt á leikunum. Króata vantar landsliðsþjálfara nú þegar eftir að Goran Perkovac var sagt upp störfum í gær. Framundan er forkeppni Ólymíuleikanna í mars þar sem Króatar mæta Þýskalandi, Austurríki og Alsír. Tvö af fjórum liðum tryggja sér farseðilinn til Frakklands.

Dagur hefur verið landsliðsþjálfari Japans frá 2017 þegar hann hætti óvænt þjálfun þýska karlalandsliðsins eftir að hafa náð frábærum árangri en undir hans stjórn vann Þýskaland gullverðlaun á EM 2016 og brons á Ólympíuleikunum síðar sama ár. Einnig þjálfaði Dagur austurríska karlalandsliðið frá 2008 til 2010.

Ef Dagur verður ráðinn verður brotið blað í sögu króatíska landsliðsins því aldrei áður hefur útlendingur sinnt starfinu.

24sata segir að fjárhagslega standi það ekki í stjórnendum króatíska handknattleikssambandsins að ráða Dag sem fullyrt er að hafi all góð laun hjá japanska handknattleikssambandinu. Frekar sé efast um að nú sé réttinn tíminn til þess að ráða Dag því honum gefist mjög stuttur tími til þess að kynnast leikmönnum og koma sínum hugmyndum á framfæri á þeim fáu æfingum sem gefist dagana fyrir forkeppni Ólympíuleikanna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -