- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dana Björg eftirlæti stuðningsfólks Volda annað árið í röð

Dana Björg Guðmundsdóttir landsliðskona og leikmaður Volda í Noregi. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir var valinn eftirlætisleikmaður handknattleiksliðsins Volda í Noregi í kjöri sem stuðningsmenn félagsins tóku þátt. Þetta er annað árið í röð sem Dana Björg hreppir hnossið en hún hefur svo sannarlega unnið hug og hjört stuðningsmanna Volda á þeim þremur árum sem eru liðin síðan hún kom til félagsins.


Dana Björg og félagar standa vel að vígi í umspilsrimmu við Haslum um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Volda vann fyrstu viðureign liðanna, 28:25, sem fram fór á heimavelli Haslum á miðvikudaginn. Næsti leikur verður í Volda á sunnudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -