- Auglýsing -
Landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði fimm mörk þegar lið hennar Volda vann Haslum, 28:25, á útivelli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum umspils norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik kvenna í dag.
Volda var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11, og stendur vel að vígi fyrir heimaleikinn sem fram fer á sunnudaginn.
Í hinni rimmu undanúrslitanna vann Romerike Ravens frá Lillestrøm liðskonur Aker handball, 33:24. Aker-liðar eiga á brattann að sækja í heimaleiknum.
- Auglýsing -