- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Daníel og Oddur fóru kátir heim frá Wuppertal

Daníel Þór Ingason, og leikmaður Balingen. MyndHafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Daníel Þór Ingason og Oddur Gretarsson voru kátir þegar þeir gengu af leikvelli í kvöld eftir sigur nýliða Balingen-Weilstetten í heimsókn til Bergischer HC í Uni-Halle í Wuppertal í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 28:27. Þetta var fyrsti sigur Balingen-manna í deildinni á leiktíðinni sem er nýlega hafin. Bergischer HC hefur á hinn bóginn tapað tveimur fyrstu viðureignum sínum, báðum með einu marki.


Oddur og Daníel skoruðu sitt hvort markið í leiknum. Oddur hafði sig óvenjulega lítið í frammi. Átti aðeins þrjú markskot, þar af eitt vítakast sem geigaði.

Daníel Þór átti tvö markskot og eina stoðsendingu.

https://www.youtube.com/watch?v=5P3wX2jRSDk

Arnór Þór Gunnarsson, gamall samherji Odds úr Þór á Akureyri, er aðstoðarþjálfari Bergischer HC sem var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Hann tók við því ásamt fleiri störfum hjá félaginu í sumar eftir að skórnir voru lagðir á hilluna.

Danirnir í aðalhlutverki

Annar leikur fór fram í þýsku 1. deildinni í kvöld. Füchse Berlin lagði Stuttgart með minnsta mun í Porsche Arena í Stuttgart, 30:29. Daninn Mathias Gidsel skoraði átta mörk fyrir Berlínarliðið. Landi hans, Hans Lindberg, kom fast á eftir með sjö mörk, þar af þrjú úr vítaköstum.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -