- Auglýsing -
- Auglýsing -

Daníel Þór og Haukur utan hópsins í dag

Bjarki Már Elísson, Orri Freyr Þorkelsson og Viggó Kristjánsson eru klárir í slaginn við Austurríkismenn í dag. Viggó leikur sinn 30. landsleik og Orri Freyr þann 10. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Daníel Þór Ingason og Haukur Þrastarson verða ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í viðureigninni við austurríska landsliðið í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bregenz í dag.


Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi 18 leikmenn fyrir leikina tvo. Af þeim taka 16 þátt í viðureigninni sem hefst klukkan 16 í Handballarena Rieden í Bregenz. Kemur það í hlut Daníel Þórs og Hauks að sitja hjá að þessu sinni.


Eftirtaldir taka þátt í leiknum:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Val (240/16).
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (33/1).
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (67/78).
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (156/607).
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (87/257).
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (19/23).
Elvar Ásgeirsson, Nancy (5/12).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (51/132).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (35/63).
Janus Daði Smárason, Frisch Auf Göppingen (54/81).
Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (9/9).
Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (64/209).
Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (27/26).
Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (29/68).
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckat Löwen (60/31).


Síðari viðureignin verður á Ásvöllum á laugardaginn og hefst klukkan 16. Uppselt er á leikinn sem verður, eins og leikurinn í dag, sýndur í þráðbeinni útsendingu RÚV. Einnig verður textalýsing á handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -