- Auglýsing -
- Auglýsing -

Daníel Þór og Oddur voru allt í öllu

Daníel Þór Ingason. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Daníel Þór Ingason og Oddur Gretarsson fóru á kostum og báru hreinlega uppi leik Balingen-Weilstetten í gær þegar liðið vann sinn fjórða leik í þýsku 2. deildinni á leiktíðinni og varð um leið fyrst liða til þess að leggja TV Großwallstadt á þessu keppnistímabili. Lokatölur, 28:27, í hörkuleik á heimavelli en TV Großwallstadt var marki yfir eftir fyrri hálfleik, 17:16.

Skoruðu 17 mörk af 28

Daníel Þór skoraði níu mörk og var hreinlega óstöðvandi. Einnig gaf hann þrjár stoðsendingar og varði eitt skot í vörninni þar sem hann lagði sig einnig fram að vanda. Uppskar Daníel Þór eina brottvísun fyrir í tvær mínútur.


Oddur var næst markahæstur hjá Balingenliðinu. Akureyringurinn skoraði átta mörk, þar af fjögur úr vítaköstum en í þeim var hann öruggur að vanda. Einnig átti Oddur tvær stoðsendingar. Oddur geigaði ekki á skoti í leiknum.


Balingen-Weilstetten féll úr 1. deild í vor og ljóst er að liðið stefnir rakleitt upp aftur.

Vori stýrir Großwallstadt

Þess má til fróðleiks geta að Króatinn Igor Vori tók við þjálfun TV Großwallstadt í sumar og er ætlað að rífa liðið upp úr þeirri ládeyðu sem ríkt hefur í herbúðum þess síðustu árin í 2. deildar keppninni.

Tumi Steinn er meiddur

Tumi Steinn Rúnarsson er ennþá úr leik vegna meiðsla. Hann var þar af leiðandi ekki með Coburg þegar liðið vann Vfl Potsdam á útivelli í gær með fimm marka mun, 30:25. Tumi Steinn meiddist, tognaði á nára, í æfingaferð skömmu áður en keppni hófst í þýsku 2. deildinni síðsumars og hefur ekki jafnaði sig að fullu ennþá.

Staðan:

Standings provided by SofaScore
handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -