- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Daníel Þór, Ýmir Örn, Viggó, Andri Már, Heiðmar, Donni, dómari féll á prófi

Daníel Þór Ingason landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Balingen-Weilstetten. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Daníel Þór Ingason og samherjar hans í Balingen unnu TuS N-Lübbecke, 26:21, í þýsku 1.deildinni í handknattleik í gær á heimavelli. Daníel Þór skoraði ekki mark en kom talsvert við sögu í leiknum, einkum í vörninni. Með sigrinum komst Balingen upp úr fallsæti í bili. Liðið er með 15 stig að loknum 27 leikjum, er stigi á eftir Stuttgart og tveimur fyrir ofan GWD Minden sem er næst neðst. TuS N-Lübbecke, sem kom upp í deildina í vor, rekur lestina.
  • Ýmir Örn Gíslason var í sigurliði Rhein-Neckar Löwen á Stuttgart, 28:23. Leikið var í Mannheim. Hann skoraði ekki að þessu sinni en tók til hendinni í vörninni og var m.a. einu sinni vísað af leikvelli. Andy Schmid átti stórleik og skoraði 10 mörk í 11 skotum fyrir Löwenliðið sem er í 10. sæti þýsku 1. deildarinnar.
  • Viggó Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Stuttgart í tapleiknum í Mannheim. Andri Már Rúnarsson skoraði ekki mark fyrir liðið sem er í fjórða neðsta sæti deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir.
  • Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sem vann HSV Hamburg, 29:27, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hannover-Burgdorf er í 13. sæti af 18 liðum deildarinnar.
  • Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði tvö mörk þegar PAUC tapaði fyrir Nantes, 32:27, í átta liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í gærkvöld. Leikið var í Nantes.
  • Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki með Montpellier í gær þegar liðið steinlá, 41:24, fyrir PSG í átta liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar. Leikurinn fór fram í París. Auk PSG og Nantes eru Toulouse og Chartres komin í undanúrslit.
  • Danski handknattleiksdómarinn Mik Trustrup hefur tekið ákvörðun um að dæma ekkert meira á tímabilinu eftir að hafa fallið á hlaupaprófi dómara sem sem hann eins og aðrir dómarar í fremstu röð í Danmörku verða að gangast undir fjórum sinnum á árinu. Trustrup og Morten Lethan Albrechtsen voru valdir besta dómaraparið í dönskum handknattleik keppnistímabilið 2020/2021. Trustrup segir að þrátt fyrir að hann eigi þess kost að taka prófið á nýjan leik eftir hálfan mánuð þá ætlar hann ekki sperrast við það heldur hvíla flautuna það sem eftir er leiktíðar og vinna í hlaupaforminu.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -