- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir eru komnir með farseðil á ÓL 2024

Dönsku landsliðsmennirir Emil Jacobsen og Mathias Gidsel fagna. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska landsliðið er öruggt um sæti í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem fram fara í Frakklandi sumarið 2024. Vegna þess að gestgjafar leikanna, Frakkar, eiga frátekið sæti í keppninni er alveg sama hvernig úrslitaleikur Dana og Frakka fer á morgun. Danir taka alltaf sæti heimsmeistara á leikunum.


Svíþjóð, Spánn, Þýskaland, Noregur, Egyptaland og Ungverjaland eiga sæti víst í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í mars 2024. Ef Egyptar verða Afríkumeistarar í haust losnar eitt sæti í forkeppninni sem kemur í hlut Króatíu sem varð í 9. sæti á heimsmeistaramótinu.

Ef og ef

Ef Danmörk, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Þýskaland, Noregur, Ungverjaland eða Króatíu verða Evrópumeistarar á næsta ári þá losnar um eitt sæti til viðbótar í forkeppninni. Slóvenar hreppa það sæti sem liðið í 10. sæti á HM.

Íslenska landsliðið er ekki alveg úr myndinni varðandi Ólympíuleikanna 2024. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Ekki er öll nótt úti

Tvö lið frá EM á næsta ári komast í forkeppni ÓL á næsta ári. Koma farseðlarnir í hlut þeirra landa sem verða efst á EM af þeim liðum sem þegar hafa ekki tryggt sér sæti í forkeppni ÓL eða hafa þegar tryggt sér beinan keppnisrétt eins og Danir, Frakkar og Evrópumeistarar næsta árs. Þar með virðist sem ekki sé öll nótt úti fyrir íslenska landsliðið að komast í forkeppni ÓL standi það sig vel á EM í Þýskalandi eftir ár. Svo er alltaf möguleiki líka á að Ísland verði Evrópumeistari hlaupi þar með yfir forkeppnina.


Sá böggull fylgir skammrifi að viðbótarliðin af EM verða í riðlum með tveimur sterkum liðum frá Evrópu auk eins liðs frá Afríku, Asíu eða Ameríku.

Raðað verður niður í þrjá riðla forkeppninnar með eftirfarandi hætti.
Riðill 1:
3. sæti á HM 2023.
8. sæti á HM 2023.
2. sæti í Asíukeppni.
2. sæti í Ameríkukeppni.
Riðill 2:
4. sæti á HM 2023.
7. sæti á HM 2023.
2. sæti í Afríkukeppni.
Evrópuland  (að frádregnum þeim sem þegar eiga tryggt sæti í forkeppninni)
Riðill 3:
5. sæti á HM 2023.
6. sæti á HM 2023.
Evrópuland (að frádregnum þeim sem þegar eiga tryggt sæti í forkeppninni)
3.sæti í Afríkukeppni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -