- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir leika til úrslita á EM í fyrsta sinn í áratug

Kátir Danir eru komnir í úrslita á EM karla í handknattleik. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Enginn vafi leikur á að Danir leika til úrslita á Evrópumótinu í handknattleik karla á sunnudaginn. Þeir lögðu þýska landsliðið í síðari undanúrslitaleik kvöldsins á mótinu í Lanxess Arena í kvöld, 29:26, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 14:12. Danir hafa ekki leikið til úrslita á EM í áratug. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem Þjóðverjar tapa stórmótsleik í Lanxess Arena, íþrótta- og tónleikahöllinni glæsilegu í Köln.

Danska landsliðið hefur unnið heimsmeistaratitilinn þrisvar sinnum í röð en á sama tíma ekki haft erindi sem erfiði á EM.

Ekki er hægt að slá föstu hvort Frakkar eða Svíar mæta Dönum í úrslitaleiknum á sunnudaginn í Köln. Svíar hafa sent inn mótmæli vegna jöfnunarmarks Frakka í lok venjulegs leiktíma sem tryggði þeim síðarnefndu framlengingu en í henni unnu Frakkar með fjögurra marka mun.

Þjóðverjar, sem að vanda léku undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, léku afar vel í fyrri hálfleik og voru lengst af með frumkvæðið. Danir voru mikið ákveðnari í upphafi síðari hálfleiks og voru fljótir að jafna og og síðan komast yfir. Munaði þar ekki minnst um vasklega frammistöðu Emil Nielsen í danska markinu.

Mörk Þýskalands: Renars Uscins 5, Juri Knorr 4, Johannes Golla 3, Sebastian Heymann 3, Rune Dahmke 3, Julian Köster 2, Philipp Weber 2, Christoph Steinert 2, Lukas Zerbe 1. Jannik Kohlbacher 1.
Varin skot: Andreas Wolff 11, 28,9% – David Späth 0.
Mörk Danmerkur: Emil Jakobsen 5, Mikkel Hansen 5, Simon Pytlick 5, Mathias Gidsel 4, Simon Hald 4, Niclas Kirkeløkke 3, Magnus Landin 2, Rasmus Lauge 1.
Varin skot: Emil Nielsen 8, 42,1% – Niklas Landinn 5, 25%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -