Danir eru í sjöunda himni eftir að hafa unnið Þýskalandi með tíu marka mun í fyrstu umferð í milliriðli eitt í Jyske Bank Boxen í Herning í kvöld, 40:30. Sumir segjast hreinlega aldrei hafa séð danska landsliðið leika jafn vel og að þessu sinni. Eru menn jafnvel farnir að þefa af gullinu nú þegar, því fjórða í röð á heimsmeistaramóti. Þýskir fjölmiðar segja landsliðs sitt hafa verið tekið í kennslustund, Lehrstunde.
Fengu ekki rönd við reist
Víst er að þýska liðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, fékk ekki rönd við reist að þessu sinni. Leikmenn danska landsliðsins léku við hvern sinn fingur fyrir framan þúsundir stuðningsmanna sinn. Reyndar gripu Danir andan á lofti þegar Rune Damke hindraði Mathias Gidsel í hraðaupphlaupi í síðari hálfleik. Gidsel varð að fara af leikvelli en kom við sögu síðar í leiknum. Hann skoraði 10 mörk þrátt fyrir allt og reyndist leikmönnum þýska liðsins óþægur ljár í þúfu.
Lauge mætti til leiks
Rasmus Lauge mætti til leiks með danska landsliðinu í kvöld eftir að hafa setið yfir í tveimur síðustu leikjum. Lauge er einn úr sigurliði Dana á HM2019 í fyrsta sinn þegar danska landsliðið vann heimsmeistaratitilinn í fyrst sinn.
Á eftir Gidsel skoraði Simon Pytlick átta mörk fyrir Dani. Lauge skoraði fimm sinnum. Timo Kastening var atkvæðamestur hjá Þjóðverjum með sex mörk. Luca Witzke og Renars Uscins skoruðu fimm mörk hvor. Þýsku markverðirnir David Späth og Andreas Wolff voru miður sín vegna dapurs varnarleiks og náðu vart að verja skot.
HM “25: Leikjadagskrá, milliriðlar, staðan
Ítalir unnu leiðinlega Tékka
Ítalir lét skell í leiknum á móti Dönum í lokaumferð B-riðils spilla gleðinni fyrir sér. Þeir unnu leiðinlegt liða Tékka á sannfærandi hátt síðdegis í Jyske Bank Boxen, 25:18, og sitja í þriðja sæti milliriðils eitt. Tékkar hafa ekki einu sinni náð að skora 20 mörk í leik á EM til þessa og virðast ekki líklegir til þess.
Ítalir, sem eru með á HM karla í annað sinn í sögunni, hafa komið sem ferskur vindur inn á móti. Þeir gætur þess vegna blandað sér í hóp níu til 12 efstu þjóða sem væri sannarlega saga til næsta bæjar.
Í upphafsleik dagsins í milliriðli eitt vann Sviss liðamenn Túnis mjög örugglega, 37:26. Sviss og Ítalía berjast um þriðja sæti milliriðils eitt.