Heimsmeistarar Danmerkur og Þýskaland voru viss um sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik fyrir lokaumferðina sem fram fór í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi síðdegis og í kvöld. Lið beggja þjóða unnu leiki sína farsællega. Danir unnu leiðinlegt lið Tékka, 28:22, og hafa eins og Frakkar unnið allar viðureignir sínar á mótinu. Danir þykja líklegir til sigurs á fjórða heimsmeistaramótinu í röð.
Hlynur á vaktinni
Hlynur Leifsson var eftirlitsmaður á viðureign Danmerkur og Tékklands. Hlynur hefur staðið í ströngu á mótinu og þótti standa sig vel. Eftir því sem handbolti.is kemst næst kveður Hlynur Danmörku á morgun og heldur heim til Íslands að loknu góðu starfi.
Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, kjöldró Túnisbúa, 31:19, í síðasta leik mótsins í Jyske Bank Boxen. Þýskaland mætir annað hvort Portúgal eða Brasilíu í átta liða úrslitum í Bærum, nærri Fornebu í Noregi. Staðan var 18:8 að loknum fyrri hálfleik.
HM “25: Leikjadagskrá, milliriðlar, staðan
Portúgal og Brasilía hirða tvö efstu sæti í milliriðli þrjú á HM. Lið þjóðanna eru bæði í fyrsta sinn í átta liða úrslitum á HM.
Nokkur afföll hafa verið í þýska landsliðinu á mótinu. Leikmenn hafa meiðst og veikst. M.a.heltist Juri Knorr úr lestinni vegna veikinda. Franz Semper meiddist, svo dæmi séu tekin. Renars Uscins er eina örvhenta skyttan í hópnum sem stendur.
Lokastaðan í milliriðli 1: