- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir sátu nánast límdir við viðtækin

Danska landsliðið í handbolta á hug og hjörtu þjóðarinnar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Gríðarlegur áhugi var á meðal Dana fyrir leikjum danska landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem lauk í gær í Egyptalandi með sigri danska landsliðsins. Uppsafnað áhorf á undanúslitaleik Dana og Spánverja á föstudagskvöld var 2,3 milljónir sem er með því allra mesta sem gerist í Danmörku. Íbúar Danmerkur eru um 5,9 milljónir svo það má segja að stór hluti dönsku þjóðarinnar hafi setið sem límdur við sjónvarpið.
Samkvæmt mælingu var uppsafnað áhorf á úrslitaleikinn í gær 2.934.000.


Þegar Danir léku í átta liða úrslitum HM í fótbolta 2018 og töpuðu eftir vítaspyrnukeppni var uppsafnað áhorf 2,1 milljón. Mörgum þykir þær tölur ekki sambærilegar þar sem nú geisar kórónuveiran í Danmörku og heimamenn hafa margir hverjir fátt annað að gera en að sitja heima við sjónvarpið í frístundum. Engu að síður má samt vera ljóst að Danir hafa fylgst spenntir með handboltalandsliðinu undanfarnar vikur og uppsafnað áhorf á leiki liðsins var aldrei undir einni milljón. Svipaðar áhorfstölur voru á leiki danska landsliðsins á EM kvenna sem fór fram í desember þar sem danska landsliðið lék um þriðja sætið.

Norska kvennalandsliðð dró um tvær milljónir landsmanna að viðtækjum sínum undir lok EM kvenna í desember þar sem norska landsliðið fór á kostum undir stjórn Þóris Hergeirssonar.

Hér heima hafa leikir handboltalandsliðs karla árum saman verið vinsælasta íþróttaefni RÚV.

Fréttin hefur verið uppfærð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -