- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir sterkari þegar á reyndi

Danir eru ríkjandi heimsmeistarar í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danir vörðu heimsmeistaratitilinn í handknattleik karla í dag þegar þeir unnu Svía, 26:24, í hörkuskemmtilegum úrslitaleik í Kaíró. Jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 13:13. Danska liðið var sterkara í síðari hálfleik.


Jacob Holm skoraði mikilvæg mörk þegar virtist vera að fjúka í flest skjól í sóknarleiknum og síðan reis Niklas Landin upp á afturfæturnar á síðustu 10 mínútum leiksins. Hann varði eins og berserkur og var sennilega sá maður sem reið baggamuninn á endasprettinum.

Staðan var jöfn eftir 45 mínútur, 20:20, þegar Danir skiptu yfir í 5/1 vörn og náðu þar með að draga mjög bitið úr sóknarleik Svía og klippa út leikstjórnandann Jim Gottfridsson.

Danir vinna nú heimsmeistaratitilinn í annað sinn í röð og hafa ekki tapað í 19 síðustu viðureignum sínum í lokakeppni HM.

Svíar unnu HM karla tvisvar í röð, 1954 og 1958. Rúmenar gerðu slíkt hið saman 1961 og 1964 og aftur 1970 og 1974. Frakkar jöfnuðu metin við Rúmena þegar þeir unnu 2009 og 2011 og á ný 2015 og 2017.

Mörk Danmerkur: Mikkel Hansen 7, Nikolaj Öris Nielsen 5, Jacob T. Holm 4, Magnus Saugstrup 3, Henrik Möllgaard 2, Magnus Landin 2, Mads Mensah 1, Lasse B. Andersson 1, Mathias Gidsel 1.
Mörk Svíþjóðar: Hampus Wanne 5, Albin Lagergren 4, Lukas Sandell 2, Jim Gottfridsson 2, Lucas Pellas 2, Felix Claar 2, Fredric Pettersson 2, Daniel Pettersson 2, Max Darj 1, Jonathan Carlsbogard 1, Valter Chrintz 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -