- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir stigu stórt skref

Mie Højlund leikmaður danska landsliðsins að skora eitt fjögurra marka sinna hjá Króötum í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska landsliðið steig stórt skref í átt að sæti í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í handknattleik í kvöld með stórsigri á landsliði Króatíu, 26:17, í fyrri leik kvöldsins í milliriðli eitt sem leikinn er í Ljubljana. Danir hafa nú sex stig að loknum fjórum leikjum og bíða leikmenn vafalaust spenntir eftir viðureign Noregs og Svíþjóðar síðar í kvöld.


Vonir Króata og Ungverja um sæti í undanúrslitum urðu endanlega að engu með þessari niðurstöðu.


Danir voru sex mörkum yfir í hálfleik, 14:8. Litlu breytti þótt danska landsliðið skoraði ekki á níu mínútna kafla snemma í síðari hálfleik og vítaköst færu í vaskinn. Danska landsliðið hélt öruggu frumkvæði allt til enda.


Mörk Króatíu: Katarina Pavlovic 6, Lara Buric 3, Valentina Blazevic 2, Paula Posavec 2, Stela Posavec 2, Larissa Kalaus 1, Ana Debelic 1.
Varin skot: Tea Pijevic 11, 34% – Lucija Besen 3, 37,5%.
Mörk Danmerkur: Kristina Jørgensen 5, Mie Højlund 4, Emma Cecilie Friis 3, Michala Møller 3, Mette Tranborg 3, Andrea Ulrikka Hansen 2, Louise Burgaard 2, Simone Petersen 1, Elma Halilcevic 1, Sarah Iversen 1, Trine Østergaard 1.
Varin skot: Althea Reinhardt 11, 39%.

EM kvenna22 – milliriðlakeppni leikjadagskrá.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -