- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir taka við þjálfun frönsku meistaranna

Stefan Madsen hættir með Al Ahly og tekur við PSG 1. júlí á næsta ári. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Daninn Stefan Madsen tekur við þjálfun franska meistaraliðsins Paris Saint-Germain (PSG) næsta sumar þegar Raúl Gonzalez lætur af störfum og snýr sér að þjálfun serbenska karlalandsliðsins. Madsen er nú við stjórnvölin hjá egypska liðinu meistaraliðinu Al Ahly en áður var hann um sex ára skeið þjálfari Aalborg Håndbold.


Madsen til halds og trausts hjá PSG verður landi hans Henrik Møllgaard sem tilkynnti í morgun að hann ætli að leggja keppnisskóna á hillina margumtöluðu næsta sumar. Møllgaard hefur verið leikmaður Aalborg í sex ár en var áður leikmaður PSG um þriggja ára skeið, 2015 til 2018.

Samningur Madsen og Møllgaard við PSG er til tveggja ára eftir því sem fram kemur í tilkynningu.

Madsen, sem tók við af Aroni Kristjánssyni hjá Aalborg 2018, náði frábærum árangri með Álaborgarliðið. Hann vann danska meistaratitilinn fjórum sinnum og stýrði liðinu tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2021 og 2024.

Madsen hefur gert það gott hjá Al Ahly í vetur. Liðið vann meistarakeppni Afríku í október og hafnaði í þriðja sæti á heimsmeistaramóti félagsliða í Kaíró með sigri á Barcelona.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -