- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir verja heimsmeistaratitilinn í annað sinn

Kampakátir Danir í leikslok í Gdansk í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danir eiga möguleika á að verða heimsmeistarar í handknattleik karla í þriðja sinn í röð á sunnudag. Þeir unnu Spánverja í undanúrslitum í Gdansk í kvöld með þriggja marka mun, 26:23, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir eftir fyrri hálfleik, 15:10.

Síðar í kvöld ræðst hvort andstæðingar Dana í úrslitaleiknum verða Frakkar eða Svíar.


Danska liðið lék frábærlega í fyrri hálfleik gegn spænska liðinu. Niklas Landin fór á kostum í markinu og varð enn til þess að bæta úr skák. Hann var með nærri 50% markvörslu í hálfleiknum.


Spánverjar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn í síðari hálfleik með bættum varnarleik auk þess sem markvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas fór að verja allt hvað af tók. Þegar 11 mínútur voru til leiksloka var forskot Dana eitt mark, 21:20. Spánverjar fengu möguleika á að jafna metin en allt komst fyrir ekki. Danska liðið komst þremur yfir, 23:20.


De Vargas varði vítakast frá Mikkel Hansen þegar mínúta var eftir og Danir tveimur yfir, 25:23. Fimmtán sekúndum síðari varði Landin vítakast frá Ferran Sole og gerði þar með út um vonir Spánverja til að jafna metin. Emil Jakobsen innsiglaði danskan sigur á síðustu sekúndum.


Mörk Spánar: Alex Dujshebaev 5, Ferran Sole Sala 4, Angel Fernandez Perez 3, Abel Serdio Guntin 3, Joan Canellas Reixach 2, Pol Valera Rovira 1, Gonzalo Perez 1, Daniel Dujshebaev 1, Kauldi Odriozola 1, Adrian Figueras Trejo 1.
Mörk Danmerkur: Simon Pytlick 6, Magnus Saugstrup 5, Mikkel Hansen 4, Mathias Gidsel 3, Emil Jakobsen 3, Magnus Landin 2, Lukas Jørgensen 1, Simon Hald Jensen 1, Niclas Vest Kirkeløkke 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -