- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dánjal skoraði 500. Evrópumark ÍBV

Dánjal Ragnarsson er að kveðja Vestmannaeyjar. Mynd/Facebook-síða ÍBV
- Auglýsing -
  • Dánjal Ragnarsson skoraði 500. mark ÍBV í Evrópukeppni, þegar Eyjamenn lögðu Holon HC frá Ísrael í Evrópubikarkeppninni í Eyjum á laugardaginn, 41:35. ÍBV vann einnig seinni leikinn í Eyjum á sunnudag, 33:32.
  • ÍBV hefur tekið þátt í 20 leikjum í Evrópukeppni frá því að ÍBV lék sinn fyrsta leik gegn Runar í Noregi 1991; í Evrópukeppni bikarhafa. ÍBV hefur unnið 12 leiki, gert eitt jafntefli og tapað sjö leikjum. ÍBV hefur skorað 553 mörk í þessum leikjum.
Elmar Erlingsson, Kári Kristján Kristjánsson og Rúnar Kárason, leikmenn ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
  • Rúnar Kárason var þriðji leikmaður ÍBV til að skora tíu mörk eða meira í Evrópuleik. Hann skoraði 10 mörk í fyrri leiknum gegn Holon HC á laugardaginn.
  • Theodór Sigurbjörnsson, sem lék ekki með í leikjunum um helgina, hefur skorað flest mörk í leik með ÍBV. Hann skoraði 13 mörk gegn rúmenska liðinu Alta Potaissa Turda í Eyjum í undanúrslitum í Áskorendakeppninni (Challenge Cup) 2017-2018, 31:28. Það var síðan boðið upp á dómaraskandal í Rúmeníu, sem kostaði að ÍBV mátti þola tap 24:28.
  • Theodór hefur skorað flest mörk Eyjamanna í Evrópuleikjum, eða alls 70 mörk.
  • Einar Sverrisson var annar leikmaður ÍBV til þess að skorað 10 mörk eða fleiri í Evrópuleik. Einar skoraði 12 mörk gegn Benfica í 28:26 tapleik ÍBV í Lissabon 27. nóvember 2015 í 3. umferð Áskorendakeppni Evrópu.


handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -