- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danskt og franskt handknattleiksfólk ráðandi í liðum ársins

Mynd/EHF
- Auglýsing -

Danskt handknattleiksfólk setur sterkan svip á úrvalslið síðustu leiktíðar í Evrópu sem Handknattleikssamband Evrópu stóð fyrir vali á í annað sinn á dögunum. Tvær danskar konur eru í úrvalsliði kvenna og fjórir eru í karlaliðinu af átta. Frakkar eiga samtals fimm leikmenn í báðum liðum. Þar með eru 11 Danir og 16 Frakkar hópi leikmanna í úrvalsliðunum báðum.

Þótt tilkynnt hafi verið um valið á úrvalsliðinum á dögunum þá verða verðlaunagripir ekki afhentir fyrr en á hátíðarkvöldi sem fram fer í Vínaborg laugardaginn 14. desember í tengslum við úrslitahelgi Evrópumóts kvennalandsliða. Á sama tíma verður kunngjört um val á bestu leikmönnum tímabilsins og þeim efnilegustu.

Úrvalslið kvenna leiktíðina 2023/2024:
Vinstra horn: Chloé Valentini – Frakklandi / Metz Handball.
Vinstri skytta: Henny Reistad – Noregi / Team Esbjerg.
Miðjumaður: Stine Oftedal – Noregi / Györi Audi ETO KC.
Hægri skytta: Anna Vyakhireva – Rússlandi / Vipers Kristiansand.
Hægra horn: Viktoria Györi-Lukacs – Ungverjalandi / Györi Audi ETO KC.
Línumaður: Sarah Bouktit – Frakklandi / Metz Handball.
Markvörður: Sandra Toft – Danmörku / Györi Audi ETO KC.
Varnarmaður: Line Haugsted – Danmörku / Györi Audi ETO KC.

Úrvalslið karla leiktíðina 2023/2024:
Vinstra horn: Emil Jakobsen – Danmörku / SG Flensburg-Handewitt.
Vinstri skytta: Elohim Prandi – Frakklandi / Paris Saint-Germain Handball.
Miðjumaður: Felix Claar – Svíþjóð / SC Magdeburg.
Hægri skytta: Dika Mem – Frakklandi / Barcelona.
Hægra horn: Hans Lindberg – Danmörku / Füchse Berlin.
Línumaður: Ludovic Fabregas – Frakklandi / Veszprém HC.
Markvörður: Emil Nielsen – Danmörku / Barcelona.
Varnarmaður: Magnus Saugstrup – Danmörku / SC Magdeburg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -