- Auglýsing -
- Auglýsing -

Darri flytur til Parísar í sumar

Darri Aronsson er kominn inn á beinu brautina og leikur senn fyrsta leikinn með US Ivry. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Darri Aronsson handknattleiksmaður hjá Haukum hefur samið við franska liðið US Ivry til þriggja ára, fram á mitt árið 2025. Hann gengur til liðs við félagið í sumar. US Ivry féll úr 1. deild á síðasta keppnistímabili en er á mjög góðri leið upp í deild þeirra bestu á nýjan leik. Liðið er með 11 stiga forskot í efsta sæti 2. deildar þegar átta umferðir eru eftir.


Darri er á 23. aldursári. Hann hefur verið einn öflugasti leikamður Hauka síðustu tvö keppnistímabil. Darri var valinn til æfinga með A-landsliðinu í nóvember og var kallaður inn í landsliðið meðan á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi stóð í janúar. Darri tók þátt í tveimur leikjum á mótinu, gegn Króötum og Svartfellingum og skoraði eitt mark.


Darri verður annar Íslendingurinn til þess að leika með US Ivry sem er með bækistöðvar í París. Ragnar Óskarsson lék með US Ivry frá 2005 til 2007 en svo skemmtilega vill til að Ragnar lék undir stjórn Arons Kristjánssonar hjá Skjern í Danmörku þegar hann fór til franska liðsins 2005. Darri leikur nú undir stjórn Arons föður síns hjá Haukum.


US Ivry hefur átta sinnum orðið franskur meistari, síðast árið 2007, síðara keppnistímabilið sem Ragnar lék liðinu. Einu sinni hefur félagið orðið bikarmeistari í Frakklandi.


Margir þekktir leikmenn hafa leikið með US Ivry í gegnum tíðina. Má þar m.a. nefna Luc Abalou, Stéphanes Joulin, Diego Simonet, Ifran Smajlagic og Andrej Lavrov svo örfáir séu nefndir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -