- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óttast að Darri hafi slitið krossband

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka og faðir Darra, hugar að syni sínum ásamt Ragnari Njálssyni, leikmanni KA og Árni Birni Þórarinssyni, sjúkraþjálfara KA. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

Darri Aronsson, hinn öflugi leikmaður Hauka, meiddist á hægra hné eftir nærri fimm mínútur í síðari hálfleik í viðureign KA og Hauka í KA-heimilinu í kvöld. Lá Aron góða stund eftir og var þjáður meðan hlúð var að honum áður en hann var studdur af leikvelli af Ragnari Njálssyni, leikmanni KA og Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka og föður. Óttast er að meiðslin geti verið alvarleg, hugsanlega er krossband slitið, þótt sannarlega sé ekki hægt að slá neinu föstu eins og sakir standa. Darri hefur áður slitið krossband í hægra hné.

KA-menn gáfu strax merki til dómara um að stöðva leiktímann. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net

Darri var að fara á milli tveggja varnarmanna KA þegar hann meiddist og segir heimildamaður handbolta.is sem var í KA-heimilinu að ekki hafi verið stjakað við honum. Darri hafi skyndilega misst fótanna.

Darri hefur komið afar sterkur til leiks með Haukum eftir að keppni hófst á ný í Olísdeildinni í janúar. Hann hafði áður verið lengi frá vegna meiðsla,m.a. vegna slitins krossbands.

Darri Aronsson studdur af leikvelli af Ragnari Njálssyni leikmanni KA og Aroni Kristjánssyni föður sínum. Einnig er Árni Björn Þórarinsson, sjúkraþjálfari KA-liðsins að ganga með þeim að leikvelli. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net

Ef meiðsli Darra eru alvarleg þá er hann annar leikmaður liðsins sem svo er komið fyrir. Á mánudaginn fékk Geir Guðmundsson þungt höfuðhögg sem varð þess valdandi að hann hlaut heilahristing var fluttur á sjúkrahús.

Fréttin hefur verið uppfærð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -