- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Díana Dögg ætlar að söðla um eftir leiktíðina

Díana Dögg Magnúsdóttir. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Landsliðskonan í handknattleik, Díana Dögg Magnúsdóttir, hefur ákveðið að söðla um að loknu keppnistímabilinu að loknum fjórum árum sem leikmaður þýska 1. deildar liðsins BSV Sachsen Zwickau. Frá þessu sagði félagið í tilkynningu á Facebook í dag. Þar segir að Díana Dögg hafi ákveðið að gera ekki nýjan samning við liðið þegar núverandi samningur rennur út í lok keppnistímabilsins.

Ekki kemur fram hvert hugur Díönu Daggar stefnir, hvort hún hefur í hyggju að flytja heim eða að færa sig á milli félaga á meginlandi Evrópu. Samhliða því að leika handknattleik með BSV Sachsen Zwickau leggur Díana Dögg stund á meistaranám í verkfræði.

Díana Dögg er og hefur verið undanfarin ár fyrirliði BSV Sachsen Zwickau sem er í 11. sæti af 14 liðum þýsku 1. deildarinnar.

Díana Dögg er í landsliðshópnum sem mætir Lúxemborg og Færeyjum í fyrstu viku apríl í undankeppni Evrópumótsins. Hún er væntanleg til landsins til æfinga eftir helgina en BSV Sachsen Zwickau mætir meisturum Bietigheim á laugardaginn í þýsku deildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -