- Auglýsing -
- Auglýsing -

Díana Dögg hafði betur gegn æskuvinkonu úr Eyjum

Eyjakonurnar Sandra Erlingsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir leika með Metzingen og BSV Sachsen Zwicka í Þýskalandi. Þær voru andstæðingar á vellinum í kvöld. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Díana Dögg Magnúsdóttir hrósaði sigri í kvöld þegar hún mætti æskuvinkonu sinni úr Vestmannaeyjum, Söndru Erlingsdóttur, þegar lið þeirra, BSV Sachsen Zwickau og Metzingen, mættust í þýsku 1. deildinni í Zwickau. Lokatölur 27:26, eftir að Metzingen var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:14.


Sandra og félagar höfðu unnið fimm leiki í röð þegar þær sóttu Díönu Dögg og samherja heim. Á hinn bóginn hafði ekki gengið sem best hjá BSV Sachsen Zwickau. Liðið var næst neðst og aðeins með þrjú stig eftir 10 viðureignir.


„Það var gaman að leika loksins á móti Íslendingi í þýsku 1. deildinni og þá var það æskuvinkona,“ sagði Díana Dögg sem var skiljanlega hress eftir sigurinn í kvöld. „Metzingen liðið hefur leikið vel síðustu vikur og því var sigurinn afar sætur fyrir okkur. Loksins féll sigurinn okkar megin,“ sagði Díana Dögg ennfremur en hún skoraði sex mörk í leiknum, átta tvær stoðsendingar, skapaði eitt færi og stal boltanum tvisvar sinnum.


Sandra skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu fyrir Metzingenliðið.

Standings provided by Sofascore


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -