- Auglýsing -
- Auglýsing -

Díana Dögg hefur samið við Blomberg-Lippe

Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona hefur samið við Blomberg-Lippe frá og með næsta keppnistímabili. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Landsliðskonan í handknattleik, Díana Dögg Magnúsdótir, hefur samið við þýska 1. deildarliðið Blomnberg-Lippe til næstu tveggja ára. Hún kemur til félagsins í sumar og verður ein þriggja nýrra liðsmanna félagsins, eftir því sem fram kemur í tilkynningu.

Blomberg-Lippe er í fimmta sæti þýsku 1. deildarinnar og hefur verið síðustu ár eitt af fremri liðum deildarinnar. Díana Dögg er hiklaust að stíga skref fram á við með því að ganga til liðs við Blomberg-Lippe. Segja má að það sé grannlið karlaliðsins Lemgo-Lippe.

Í tilkynningu Blomberg-Lippe í dag segist Díana Dögg hlakka til skiptanna með von um að hún haldi áfram að þróast og taka framförum.

Díana Dögg hefur síðustu fjögur ár leikið með BSV Sachsen Zwickau sem leikur einnig í þýsku 1. deidinni. Hún er jafnframt fyrirliði og á meðal aðsópmestu og markahæstu leikmanna. Á dögunum var greint frá því að Díana Dögg ætlaði ekki að vera áfram hjá félaginu.

Sú þriðja með Blomberg

Díana Dögg verður þriðja íslenska landsliðskonan til þess að leika með Blomberg-Lippe. Hildur Þorgeirsdóttir og Karen Knútsdóttir léku með liði félagsins frá 2011 til 2013.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -