- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Díana Dögg kvaddi með sigri og áframhaldandi veru í efstu deild

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar í BSV Sachsen Zwickau hressar eftir sigurinn í dag sem tryggði veru liðsins áfram á meðal þeirra bestu. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Díana Dögg Magnúsdóttir kveður BSV Sachsen Zwickau í efstu deild þýska handknattleiksins eftir að liðið vann öruggan sigur á HSG Bad Wildungen Vipers, 34:26, í síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar í dag. BSV Sachsen Zwickau varð að vinna leikinn til þess að vera öruggt um sæti í deildinni á næstu leiktíð en liðum deildarinnar verður fækkað úr 14 í 12.

Díana Dögg, sem hefur verið fyrirliði BSV Sachsen Zwickau, síðustu ár söðlar um í sumar og gengur til liðs við Blomberg-Lippe sem einnig leikur í efstu deild.

Díana Dögg lék nánast ekkert með í síðari hálfleik í leiknum í kvöld en lið hennar var með mikla yfirburði eftir 30 mínútur, 22:9, og úrslitin svo gott sem ráðin. Eyjakonan fékk svokallaða heiðurskiptingu eftir fjögurra ára veru hjá liðinu. Díana Dögg skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar á þeim tím sem hún fékk að láta ljós sitt skína. Einnig var hún með tvö sköpuð færi, eitt fiskað vítakast.

Sandra og félagar í 5. sæti

Bikarmeistarar TuS Metzingen, liðið sem Sandra Erlingsdóttir er samningsbundin, lauk keppni í 5. sæti eftir sigur á Thüringer HC, 29:28, á heimavelli í dag. Sandra er sem kunnugt er í fæðingarorlofi.

Lokastaðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -