- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Díana Dögg skrifar undir nýjan samning

Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSV Sachsen Zwickau. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Handknattleikskonan Díana Dögg Magnúsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við þýska 1. deildarliðið BSV Sachsen Zwickau. Nýi samningurinn gildir til ársins 2023. Eyjakonan er nú langt komin með síðara árið af tveimur af fyrri samningi en hún gekk til liðs við Zwickau-liðið sumarið 2020 eftir fimm ára veru hjá Val.


Díana Dögg er næst markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni með 68 mörk, þar af tvö úr vítaköstum.


Samhliða veru sinni hjá BSV Sachsen Zwickau hefur Díana Dögg unnið á verkfræðistofu og lagt stund á framhaldsnám í verkfræði.


Í frétt félagsins í morgun er haft eftir Díönu Dögg að hún hafi tekið hárrétta ákvörðun sumarið 2020 þegar hún söðlaði um og gekk til liðs við félagið. Hún hafi þroskast og þróast sem leikmaður og persóna á þeim tíma. Díana Dögg vill um leið áfram leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að BSV Sachsen Zwickau verði áfram í 1. deild.


BSV Sachsen Zwickau kom upp í 1. deild, þá efstu, fyrir yfirstandandi keppnistímabil eftir aldarfjórðungsfjarveru. Liðið er um þessar mundir í næst neðsta sæti þegar það á sjö leiki eftir en skipst hafa á skin og skúrir á tímabilinu.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -