- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Díana handarbrotnaði en varð samt markahæst

Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona og leikmaður BSV Sachsen Zwickau. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir handarbrotnaði í leik með liði sínu, BSV Sachsen Zwickau, í kvöld í tapleik fyrir HSG Bad Wildungen Vipers á útivelli, 23:21, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hún fékk högg á hægra handarbakið snemma í fyrri hálfleik en lék engu að síður með til leiksloka og varð markahæst.

Í samtali við handbolta.is í kvöld sagði Díana óvíst hversu lengi hún verður frá keppni af þessum sökum. Hún fer í nánari skoðun hjá lækni á morgun eða á mánudaginn. Hún er nú með spelku til stuðnings.

Brotið er rétt fyrir neðan baugfingur. „Sem betur fer var þetta á hægri hendinni,“ sagði Díana Dögg sem er örvhent.

„Mig grunaði strax og þetta gerðist að um brot væri að ræða. Ég fékk hinsvegar ekki að fara út af og lék með allt til leiksloka. Ég beit bara fast á jaxlinn,“ sagði Eyjakonan sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna frekar en margir aðrir Eyjamenn.

Varð engu að síður markahæst

Díana Dögg skoraði fimm mörk í sjö skotum í leiknum og var með tvö sköpuð færi. Hún var markahæsti leikmaður BSV Sachsen Zwickau í leiknum. Liðið er í 12. sæti af 14 liðum.

Viðureign TuS Metzingen, sem Sandra Erlingsdóttir leikur með, og Thüringer HC var frestað.

Stöðuna í 1. deild kvenna í Þýskalandi og í fleiri deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -