- Auglýsing -
- Auglýsing -

Döhler afgreiddi grannaslaginn

Phil Döhler fór á kostum gegn Haukum í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Phil Döhler, markvörður FH, sá til þess að FH-ingar unnu grannaslaginn við Hauka og þar með baráttuna um efsta sæti Olísdeildar karla í kvöld. Þjóðverjinn lokaði marki FH á kafla í síðari hálfleik sem veitti FH-liðinu tækifæri til þess að skora fjögur mörk í röð og komast yfir, 23:19. Haukar náðu aldrei að brúa bilið á þeim tíma sem eftir var. FH vann með fjögurra marka mun, 28:24.

Ásbjörn Friðriksson átti enn einn stórleikinn fyrir FH í kvöld. Mynd/J.L.Long

Þessi stórbrotni leikkafli Döhlers varð til þess að hann var með 46% markvörslu þegar upp var staðið, alls 20 skot.
FH hefur þar með leikið átta leiki í röð án taps í deildinni og er um leið komið í efsta sæti Olísdeildar karla með 17 stig að loknum 11 leikjum. Haukar eru stigi á eftir með 16.

Phil Döhler markvörður og maður leiksins í Kaplakrika í kvöld glaður að leikslokum. Mynd/J.L.Long


FH var lengst af yfir í leiknum þótt aldrei hafi munað miklu. Í hálfleik var tveggja marka munur, 16:14. Ásbjörn Friðriksson gaf tóninn með 17. markinu í upphafi síðari hálfleiks. Haukar jöfnuðu 19:19. Eftir það tók Döhler völdin um skeið og lagði grunn að sigrinum eins og áður er rakið.

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 10/5, Egill Magnússon 7, Jakob Martin Ásgeirsson 4, Ágúst Birgisson 3, Jón Bjarni Ólafsson2, Birgir Már Birgisson 2.
Varin skot: Phil Döhler 20, 45,5% – Svavar Ingi Sigmundsson 1, 100%.

Mörk Hauka: Brynjólfur Snær Brynjólfsson 5/4, Heimir Óli Heimisson 3, Tjörvi Þorgeirsson 3, Jón Karl Einarsson 3, Adam Haukur Baumruk 3, Geir Guðmundsson 3, Darri Aronsson 2, Þráinn Orri Jónsson 2.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 16, 37,2%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.

Handbolti.is var í Kaplakrika og fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -