-Auglýsing-

Dómarar óttuðust um öryggi sitt – fengu fylgd lögreglu í Herjólf

- Auglýsing -


Árni Þór Þorvaldsson og Gherman Bogdan dómarar leiks ÍBV 2 og Harðar óskuðu eftir og fengu lögreglufylgd úr íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og um borð í Herjólf eftir viðureign liðanna í fyrstu umferð Poweradebikarsins í handknattleik í gærkvöld. Þetta hefur Handkastið samkvæmt heimildum sem segir ennfremur að dómurunum hafi verið hótað öllu illu, svo ekki sé fastar að orðið kveðið.

Upp úr sauð á síðustu mínútum leiksins. Að honum loknum mun lokið algjörlega hafa farið af pottinum. Harðarmenn, þar á meðal þjálfarinn, fóru mikinn, enda taldi hann lið sitt hafa verið miklum órétti beitt. Úrslitin stóðu, 36:35, fyrir ÍBV 2. Gömul saga og ný er að ekki tjái að deila við dómarann

Dómararnir fengu lokaðan klefa í brú Herjólfs meðan skipið fór á milli Heimaeyjar og lands.

Lögreglan í Vestmannaeyjum mun hafa haft í mörg horn að líta eftir viðureignina.

Viðbúið er að viðureignin í Eyjum í gær komi a.m.k. inn á borð aganefndar HSÍ enda víst að eitt og annað mátti betur fara.

Segja engum hótað

Handknattleikdeild Harðar hefur birt yfirlýsingu vegna leiksins þar sem farið er yfir aðdraganda og leikinn sjálfan. Þar er því m.a. hafnað að dómurunum hafi verið hótað.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -