- Auglýsing -
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, sem valinn var í íslenska landsliðið í handknattleik í gær, hefur neyðst til þess að draga sig út úr hópnum eftir að smit kom í dag upp í herbúðum franska liðsins PAUC sem Donni leikur með. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum.
Í dag greindist einn samherji Donna hjá PAUC smitaður af kórónuveiru. Grunur leikur á að jafnvel tveir til viðbótar kunni að vera smitaðir. Donni var neikvæður við skimun, þ.e. ekki smitaður, segja heimildir handbolta.is.
Þetta þýðir hinsvegar að Donni kemst vart hjá því að fara í sóttkví þar hann er útsettur fyrir smiti ef einn eða fleiri samherjar hans reynast smitaðir af kórónuveiru.
- Auglýsing -