- Auglýsing -
- Auglýsing -

Donni fékk niðrandi skilaboð frá leikmanni Vals

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, í leik við Svía á HM í janúar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ónefndur leikmaður Vals sendi handknattleiksmanninum Kristjáni Erni Kristjánssyni, Donna, niðrandi skilaboð nokkrum stundum fyrir viðureign Vals og franska liðsins PAUC í Evrópudeildinni í handknattleik sem fram fór í Origohöllinni í 21. febrúar sl. Frá þessu segir Donni í ýtarlegau samtali við Vísir í dag.


Nokkrum dögum fyrr hafði Donni lagt spilin á borðið og greint opinberlega frá andlegum veikindum sínum í samtali við Vísir.

Donni segist hafa unnið vel með Jóhanni Inga Gunnarssyni sálfræðingi og talið sig vera reiðubúinn að taka þátt í leiknum við Val. Donni kom með samherjum sínum til Íslands og var með á einu æfingu PAUC-liðsins eftir komuna til Reykjavíkur. Að æfingu lokinni, Origohöllinni sólarhring fyrir leik, bárust Donna skilaboðin.

Sparkað í liggjandi mann

„Hann [sendandinn] sagðist ekki alveg vera að skilja þetta „bíó“ hjá mér. Hvað ég væri að segja í fjölmiðlum að ég væri ekki að fara að spila og væri svo allt í einu mættur á sviðið. Ég veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað og með einhver trix til að reyna að rústa Völsurunum. En hann vissi bara ekki neitt um hvað var í gangi á bakvið tjöldin,” segir Donni í samtali við Vísir og líkir skilaboðunum við að sparka í liggjandi mann.


Donni varð eftir hér á landi þegar PAUC-liðið hélt af landi brott daginn eftir leikinn. Hann vann að bættri líðan m.a. með Jóhanni Inga. Fyrir um hálfum mánuði fór Donni á ný út til Frakklands og hefur tekið þátt í tveimur síðustu leikjum franska liðsins samhliða því að byggja upp andlega heilsu sína.


Donni hefur leikið með PAUC frá sumrinu 2020 og var m.a. valinn besta örvhenta skytta efstu deildar franska handknattleiksins á leiktíðina 2021/2022. Eins lék Donni afar vel með íslenska landsliðinu í undankeppni EM í október og á HM í Svíþjóð í upphafi þessa árs.

Uppfært: Björgvin Páll Gústavsson sendi frá sér yfirlýsingu eftir að viðtalið við Donna birtist.

Björgvin Páll: Taldi mig knúinn til að láta í mér heyra

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -