- Auglýsing -
- Auglýsing -

Donni frá keppni um tíma

Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Mynd /PAUC
- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, lék ekki með liði PAUC-Aix, í frönsku 1. deildinni í gær vegna meiðsla. Hann tognaði á ökkla á síðustu æfingu fyrir leikinn við Limoges á útivelli í gær.

„Læknirinn segir að ég verði frá keppni í tvær til þrjár vikur,“ sagði Donni í skilaboðum til handbolta.is í gærkvöld. Donni hefur verið á miklum skriði með PAUC á leiktíðinni og er markahæsti leikmaður liðsins.


PAUC gerði jafntefli við Limoges á útivelli, 31:31, í gær. Þetta var fyrsta jafntefli PAUC á leiktíðinni en það hafði unnið níu leik í röð þegar kom að viðureigninni við Limoges. Liðið hefur aðeins tapað einum leik og það fyrir stórliði PSG í fyrstu umferð í haust. PAUC situr í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig eftir 11 leiki og er stigi á eftir grannliðinu, Montpellier, sem er í öðru sæti með 20 stig að loknum 12 leikjum. PSG er sem fyrr á toppnum með 26 stig eftir 13 leiki.

PAUC-liðið saknaði ekki aðeins Donna í gær heldur einnig markvarðarins Wesley Pardin sem hefur verið besti markvörður frönsku 1. deildarinnar á leiktíðinni. Pardin sleit krossband snemma á heimsmeistaramótinu í leik með franska landsliðinu og verður lengi frá keppni. Félagið hefur krækt í króatíska markvörðinn, Sandro Mestric frá GRK Varazdin, til að hlaupa í skarðið það sem eftir lifir leiktíðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -